„Alvarleg staða löggæslunnar í landinu“

Slæm staða valdstjórnarinnar er algjörlega sjálfskaparvíti, og þetta ætti að vera öllum ljóst. Það er hinsvegar síður en svo ljóst að þetta sé alvarlegt vandamál fyrir samfélagið, þó að það sé það ljóslega fyrir ríkið. Spurningin er nefnilega þessi: Hvað er lögreglan?

Mottó íslensku lögreglunnar, „með lögum skal land byggja,“ er á margan hátt hreinskilnara en það sem finnst víða erlendis – t.d. í BNA, þar sem mottóið er „to protect and serve“ þrátt fyrir ítrekaða dóma þess efnis að lögreglunni þar beri engin skylda til að vernda fólk. Sérlega upplýsandi er að síðari hluta málsháttarins skuli vera sleppt úr: „en ólögum eyða.“ Þessi síðari hluti er nefnilega ekki síður mikilvægari en hinn fyrri, því að hér er ekki verið að tala um lögleysu heldur vond lög; lög sem gera samfélaginu ógagn. Lög sem hefta tjáningarfrelsi, til dæmis, eru ólög. Lögreglan gerir engan greinarmun á lögum, heldur á að framfylgja þeim öllum.

En hver er raunverulega þörfin á því? Það má heita augljóst að lögreglan er ófær um að tryggja öryggi einstaklinga á svæðum þar sem samfélagsregla hefur brotnað niður. Ótal niðurnídd hverfi í stórborgum BNA eru til marks um það. En á þeim svæðum þar sem samfélagsregla er til staðar er lögreglan ekki nauðsynleg, því þar sér fólk sjálft um að halda henni við. Lögreglan getur því aðeins komið að gagni einhversstaðar þarna á milli, einhversstaðar á meðan samfélagið er að falla í upplausn. Í slíkum tilvikum er hún til staðar til að verja þá sem líkar við ástandið eins og það er frá þeim sem vilja breyta því. Virðing og óvirðing fyrir lögreglunni endurspeglar því að talsverðu leyti það hversu ánægt fólk er með ríkjandi ástand.

Ég er óánægður með það, og því tel ég að erfiðleikar lögreglunnar séu ekki vandamál fyrir samfélagið, sem myndi hagnast á talsverðum breytingum.


mbl.is Jóhann tilkynnti afsögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfræðinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvað að athuga við fréttaflutning samtímans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband