Rétt hjá McCain.

Ef hefđin heldur áfram, ţá er ekkert ađ marka skođanakannanir eđa jafnvel útgangsspár. Ţađ sem skiptir máli er ekki bara hversu mikill atkvćđamunurinn er, heldur líka hversu mörgum atkvćđum Repúblikönunum tekst ađ henda út!

Greg Palast hefur fariđ yfir ţetta í nokkrum greinum og bókum, og ég mćli međ ţví ađ menn kynni sér verk hans…


mbl.is McCain blćs á skođanakannanir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kosningar hvađ?

Nú má sjá hvers vegna engum dettur í hug ađ bođa til kosninga. Miđađ viđ ţessar tölur hlyti Sjálfstćđisflokkurinn verstu útreiđ sögunnar. Ţađ hugnast ţeim ekki, og nánast öruggt má telja ađ ţeir reyni ađ veđra ţađ út kjörtímabiliđ, og vona ađ ţeir nái ađ firra sig allri ábyrgđ áđur en til kosninga kemur. Ţađ hefur gengiđ hjá ţeim hingađ til…


mbl.is Minnihluti styđur stjórnina
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvernig er ţetta nýtt?

Kosningasvik í BNA hafa veriđ í meira lagi í allnokkur ár. Greg Palast og Robert Kennedy yngri eru međ ágćtis síđu um ţetta.
mbl.is Varađ viđ kosningavandrćđum í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Valdhroki ríkisstjórna

Nú sést greinilega hversu ómerkilegur pappír stjórnarskráin og önnur stjórnskipunarlög eru. Ráđherrar líta svo á ađ ţađ sé ţeirra ađ taka ákvörđun um geysistórt lán. Ţađ er einfaldlega ekki svo. Fjárveitingarheimildir eru á höndum ţingsins, og slíkar ákvarđanir á ađ taka á fundum Alţingis, í heyranda hljóđi, en ekki ađ baki luktum dyrum Ráđherrabústađar. Sú verđur ţó raunin ţegar demókratískur sentralismi Sjálfstćđisflokksins – ţess flokks, sem lengst hefur haldiđ uppi flokksskipulagshefđum Leníns hér á landi – verđur ofan á. Samfylkingin gerir allt til ađ vera 'memm'.

Verst af öllu er svo ţađ, ađ hinir flokkarnir yrđu litlu skárri. Ţessi sjúkleiki er kerfisbundinn í íslenska stjórnkerfinu, sem er ţannig úr garđi gert ađ framkvćmdavaldiđ er allsráđandi. Ţessu verđur ađ breyta. Stađreyndin er sú ađ stjórnarskráin sem viđ búum viđ var samţykkt til bráđabirgđa, og fól í sér lágmarksbreytingar frá stjórnskipan Konungsríkisins Íslands. Sú stjórnskipan var ţá ţegar orđin ađ mestu úrelt, og síđari breytingar hafa gert hana enn óheppilegri en var. Engu ađ síđur hefur Alţingi veriđ algjörlega ófćrt um ađ fćra meginţćtti íslenskrar stjórnskipunar til almennilegs horfs. Ţađ er kominn tími til ađ fá öđrum ţetta verkefni í hendur. Ég legg til ađ kallađ verđi sérstakt stjórnlagaţing, viđ fyrsta tćkifćri. Ţví verđi ćtlađ ađ hamra saman ný stjórnskipunarlög fyrir Lýđveldiđ Ísland, sem skyldu taka gildi ţann 17. júní 2011, á tveggja alda ártíđ mannsins sem mest bar á í eina skiptiđ sem bođađ hefur veriđ til stjórnlagaţings hér á landi. Núverandi stjórnskipan hefur sýnt ţađ ađ hún er ekki traustsins verđ.


mbl.is Engin óađgengileg skilyrđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Engar Alţingiskosningar!

Nei – í ţví umhverfi sem nú er komiđ upp er ástćđulaust ađ bođa til kosninga til Alţingis. Ég leyfi mér ađ segja ađ frekar sé ţörf á ţví ađ kalla til kosningar stjórnlagaţings. Íslenska stjórnskipulagiđ ber verulega ábyrgđ á ţví hvernig komiđ er í dag, og ţađ myndi hafa hverfandi áhrif ađ skipa Steingrím eđa hans kóna í ráđherraembćtti – ţó ţađ sé örugglega ţađ sem hann er ađ falast eftir. Til ađ leysa úr helstu vandamálum samtímans er nauđsynlegt ađ leita mun dýpra en svo. Heljartök ríkisstjórnarinnar á Alţingi, áhrifaleysi almennings, sívaxandi vandi „landsbyggđarinnar“ – allt eru ţetta afleiđingar af stjórnskipunarkreppu í ţessu landi sem er brýnt ađ leysa. Alţingi og ríkisstjórnina skortir trúverđugleika, getu og vilja til ađ losa ţann hnút. Stjórnarskráin var samţykkt til bráđabirgđa – en nú eru liđin 64 ár síđan. Ţađ er löngu orđiđ sýnt ađ Alţingi er ófćrt um ađ laga stjórnarskrána til, og ţví er réttast ađ ţađ verkefni verđi faliđ öđrum.

Vćri svo ekki táknrćnt ađ láta nýja stjórnskipan taka gildi ţann 17. júní 2011, á tveggja alda ártíđ mannsins sem batt endi á fyrsta íslenska stjórnlagaţingiđ?


mbl.is Kosningar ţegar ró fćrist yfir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússar neita fréttum af láni.

RIA Novosti, fréttastofa ríkissjónvarpsins í Rússlandi, ber til baka fréttir um rússneskt lán til Íslands. Áhugavert.
mbl.is Segir ákvörđun um lán ekki liggja fyrir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hefnd?

Hversu gáfulegt er ađ hefna sín á karlskratta á grafarbakkanum fyrir atburđi sem gerđust fyrir meira en sextíu árum? Hversu líklegt er ađ hann muni aftur fara ađ myrđa nokkur ţúsund serba? Nei, ćtli ţađ sé ekki nćr lagi ađ ímynda sér ađ hér sjái serbar sér leik á borđi, og benda á ađ ţeir hafi sko líka veriđ fórnarlömb ţjóđernishreinsana. Eins og ţađ komi málinu viđ.

Og síđast ţegar ég vissi var enn talađ um Dóná.


mbl.is 94 ára stríđsglćpamađur fyrir dóm
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ráđ um öryggi ríkisins

Á sama tíma og rússagrýlan er dregin upp úr skúffunni fer Björn Bjarnason offari í öryggismálaflandri sínu. Innanríkisráđherra Íslands fer nú ţegar fyrir öllum vopnuđum sveitum landsins utan friđargćslunnar, og hyggst ţví til viđbótar koma á fót eftirlits- og njósnastofnun. Greiningardeild hljómar vissulega ágćtlega, en viđ skulum athuga ađ „Fréttaţjónusta sambandsins“ í Ţýskalandi er ekkert annađ en leyniţjónusta. Hún aflar frétta međ ýmsum hćtti, og ţađ má telja líklegt ađ íslenska greiningardeildin hafi nú ţegar einhverjar leiđir til ađ afla hráefnis til greiningar, sem fela fleira í sér en ađ lesa blöđin. Og ennfremur á sama tíma láta áberandi ađilar innan lögreglunnar hafa ţađ eftir sér ađ miđstýringartilhneiging Ríkislögreglustjóra sé óţćgileg – og er sparkađ fjórum dögum síđar.

Ég held svei mér ţá ađ Björn Bjarnason ćtti ađ vera farinn ađ átta sig á ţví ađ hann getur ekkert gert án ţess ađ hleypa öllu í háaloft.


mbl.is Drög um öryggis- og greiningarţjónustu kynnt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

„Alvarleg stađa löggćslunnar í landinu“

Slćm stađa valdstjórnarinnar er algjörlega sjálfskaparvíti, og ţetta ćtti ađ vera öllum ljóst. Ţađ er hinsvegar síđur en svo ljóst ađ ţetta sé alvarlegt vandamál fyrir samfélagiđ, ţó ađ ţađ sé ţađ ljóslega fyrir ríkiđ. Spurningin er nefnilega ţessi: Hvađ er lögreglan?

Mottó íslensku lögreglunnar, „međ lögum skal land byggja,“ er á margan hátt hreinskilnara en ţađ sem finnst víđa erlendis – t.d. í BNA, ţar sem mottóiđ er „to protect and serve“ ţrátt fyrir ítrekađa dóma ţess efnis ađ lögreglunni ţar beri engin skylda til ađ vernda fólk. Sérlega upplýsandi er ađ síđari hluta málsháttarins skuli vera sleppt úr: „en ólögum eyđa.“ Ţessi síđari hluti er nefnilega ekki síđur mikilvćgari en hinn fyrri, ţví ađ hér er ekki veriđ ađ tala um lögleysu heldur vond lög; lög sem gera samfélaginu ógagn. Lög sem hefta tjáningarfrelsi, til dćmis, eru ólög. Lögreglan gerir engan greinarmun á lögum, heldur á ađ framfylgja ţeim öllum.

En hver er raunverulega ţörfin á ţví? Ţađ má heita augljóst ađ lögreglan er ófćr um ađ tryggja öryggi einstaklinga á svćđum ţar sem samfélagsregla hefur brotnađ niđur. Ótal niđurnídd hverfi í stórborgum BNA eru til marks um ţađ. En á ţeim svćđum ţar sem samfélagsregla er til stađar er lögreglan ekki nauđsynleg, ţví ţar sér fólk sjálft um ađ halda henni viđ. Lögreglan getur ţví ađeins komiđ ađ gagni einhversstađar ţarna á milli, einhversstađar á međan samfélagiđ er ađ falla í upplausn. Í slíkum tilvikum er hún til stađar til ađ verja ţá sem líkar viđ ástandiđ eins og ţađ er frá ţeim sem vilja breyta ţví. Virđing og óvirđing fyrir lögreglunni endurspeglar ţví ađ talsverđu leyti ţađ hversu ánćgt fólk er međ ríkjandi ástand.

Ég er óánćgđur međ ţađ, og ţví tel ég ađ erfiđleikar lögreglunnar séu ekki vandamál fyrir samfélagiđ, sem myndi hagnast á talsverđum breytingum.


mbl.is Jóhann tilkynnti afsögn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innri átök valdstjórnarinnar.

Helsta tól íslensku valdstjórnarinnar virđist vera í minniháttar upplausn. Síđustu daga hafa fjölmiđlar birt fréttir af ýmsum lögregluţjónum og -stjórum, sem virđast hnakkrífast innbyrđis. Málin virđast öll stafa af einum kjarna: Hér er veriđ ađ deila um aukna miđstýringu lögregluliđsins međ embćtti ríkislögreglustjóra. Auglýsing á embćtti lögreglustjóra Suđurnesja getur varla talist annađ en refsing fyrir yfirlýsingar núverandi lögreglustjóra, sem lét hafa ţađ eftir sér í fréttum ađ ríkislögreglustjóri sé ađ auka miđstýringu lögregluvalds.

Ţetta er valdabarátta. Hér eigast viđ fulltrúar valdstjórnarinnar, sem bítast um ţađ hversu stóra sneiđ af kökunni hver ţeirra fćr. Fjárveitingar til lögreglu og Landhelgisgćslunnar eru langt ţví frá nćgilegar fyrir ţau verkefni sem ţessar stofnanir hafa á hendi. Ólíkt gćslunni getur lögreglan bitist um ţá peninga sem til eru. Inn í ţađ blandast átök um ţađ hversu voldug lögreglan á ađ vera. Almennir borgarar geta lítiđ annađ gert en horft á og velt fyrir sér hver útkoman verđur. Á hvern veginn sem ţetta fer, má telja víst ađ styrkur lögreglunnar gagnvart okkur verđi meiri. Ţegar allt kemur til alls, ţá er lögreglan tól ríkisins; ekki ţjónar fólksins. Ríkislögreglustjóri virđist gera sér grein fyrir ţví. Ţađ ćttu fleiri ađ gera.


mbl.is Segir sig úr Lögreglufélagi Reykjavíkur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Um bloggiđ

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfrćđinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvađ ađ athuga viđ fréttaflutning samtímans.
Nóv. 2018
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband