Valdhroki ríkisstjórna

Nú sést greinilega hversu ómerkilegur pappír stjórnarskráin og önnur stjórnskipunarlög eru. Ráđherrar líta svo á ađ ţađ sé ţeirra ađ taka ákvörđun um geysistórt lán. Ţađ er einfaldlega ekki svo. Fjárveitingarheimildir eru á höndum ţingsins, og slíkar ákvarđanir á ađ taka á fundum Alţingis, í heyranda hljóđi, en ekki ađ baki luktum dyrum Ráđherrabústađar. Sú verđur ţó raunin ţegar demókratískur sentralismi Sjálfstćđisflokksins – ţess flokks, sem lengst hefur haldiđ uppi flokksskipulagshefđum Leníns hér á landi – verđur ofan á. Samfylkingin gerir allt til ađ vera 'memm'.

Verst af öllu er svo ţađ, ađ hinir flokkarnir yrđu litlu skárri. Ţessi sjúkleiki er kerfisbundinn í íslenska stjórnkerfinu, sem er ţannig úr garđi gert ađ framkvćmdavaldiđ er allsráđandi. Ţessu verđur ađ breyta. Stađreyndin er sú ađ stjórnarskráin sem viđ búum viđ var samţykkt til bráđabirgđa, og fól í sér lágmarksbreytingar frá stjórnskipan Konungsríkisins Íslands. Sú stjórnskipan var ţá ţegar orđin ađ mestu úrelt, og síđari breytingar hafa gert hana enn óheppilegri en var. Engu ađ síđur hefur Alţingi veriđ algjörlega ófćrt um ađ fćra meginţćtti íslenskrar stjórnskipunar til almennilegs horfs. Ţađ er kominn tími til ađ fá öđrum ţetta verkefni í hendur. Ég legg til ađ kallađ verđi sérstakt stjórnlagaţing, viđ fyrsta tćkifćri. Ţví verđi ćtlađ ađ hamra saman ný stjórnskipunarlög fyrir Lýđveldiđ Ísland, sem skyldu taka gildi ţann 17. júní 2011, á tveggja alda ártíđ mannsins sem mest bar á í eina skiptiđ sem bođađ hefur veriđ til stjórnlagaţings hér á landi. Núverandi stjórnskipan hefur sýnt ţađ ađ hún er ekki traustsins verđ.


mbl.is Engin óađgengileg skilyrđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfrćđinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvađ ađ athuga viđ fréttaflutning samtímans.
Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 0
  • Sl. viku: 0
  • Frá upphafi: 3

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 0
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband