25.9.2008 | 19:18
Hefnd?
Hversu gáfulegt er að hefna sín á karlskratta á grafarbakkanum fyrir atburði sem gerðust fyrir meira en sextíu árum? Hversu líklegt er að hann muni aftur fara að myrða nokkur þúsund serba? Nei, ætli það sé ekki nær lagi að ímynda sér að hér sjái serbar sér leik á borði, og benda á að þeir hafi sko líka verið fórnarlömb þjóðernishreinsana. Eins og það komi málinu við.
Og síðast þegar ég vissi var enn talað um Dóná.
94 ára stríðsglæpamaður fyrir dóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnlausar fréttaskýringar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttlaeti er thetta nefnt.
S.H. (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 19:29
Sagnfræðinemi? Þú ert ljótt dæmi um firringu ungs fólks í dag. Maðurinn á samviskunni líf hundruða manna og þú ert að röfla um að réttarhöld gegn honum séu hefnd.
Það kemur málinu við, að Serbar voru fórnarlömb "þjóðernissinna", stjórnleysinginn þinn. Nasistar drápu Serba og gyðinga og Kepira var einn af þeim morðhundum.
Þjóðarmorð fyrnast víst ekki nema í Svíþjóð. Karlskrattinn er morðingi og morð á gyðingum og Serbum eru líka morð, þótt einhverju vesalings sagnfræðinema sem er stjórnleysing á Íslandi þyki eitthvað annað.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2008 kl. 19:36
Hvað er það annað en hefnd? Hverju áorkar það? Öðru en að svala blóðþorsta þínum, það er að segja. En það er kannski nógu göfugt markmið í sjálfu sér.
Herbert Snorrason, 25.9.2008 kl. 19:46
Réttarhöld yfir glæpamanni er ekki hefnd. Ef hann væri myrtur á götu úti gætum við talað um hefnd. Hefnd er út í hött í þessu tilfelli. Þeir sem reyna að hafa upp á stríðsglæpamönnum til að koma þeim fyrir dómara eru ekki hefnendur. Þeir eru erindrekar réttvísinnar. Kepira flýði undan réttvísinni. Hún hefur nú vonandi náð honum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.9.2008 kl. 20:14
Hvað aðgreinir þetta frá hefnd?
Herbert Snorrason, 25.9.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.