22.9.2008 | 17:54
Nýja kalda stríðið heldur áfram.
Rússland er í sókn á öllum sviðum, en kannski mest áberandi hernaðarlega. Þetta er óumdeild staðreynd, og afleiðingar hennar eru ekki öllum þóknanlegar. Fréttaflutningur Morgunblaðsins ber þess greinileg merki. Í kjölfar yfirlýsinga Geirs Haarde um það að rússar væru enn hættulegir, hefur blaðið séð tilefni til þess að tilkynna um það að rússneskar sprengjuflugvélar hafi komið oftar inn á eftirlitssvæðið eftir brottför hersins sem er ekki einkennilegt, enda hófu þeir reglulegt flug slíkra véla ekki á ný fyrr en síðla árs 2007. Ennfremur hafa komið tvær fréttir um ferðir rússneskra hernaðartækja um efnahagslögsögu Íslands, en í báðum tilvikum var um að ræða ferðir sem mun frekar ættu að valda Karíbahafslöndum áhyggjum en okkur; flugvélarnar voru á leið frá Venesúela, og skipaflotinn til.
Tíðrætt hernaðarlegt mikilvægi Íslands felst í einni einfaldri staðreynd. Við erum á miðju Norður-Atlantshafi. Sá sem hefur forráð yfir Íslandi getur fylgst með svo að segja allri skipa- og flugumferð yfir það. Í síðari heimsstyrjöldinni gerði þetta þjóðverjum ókleift að koma norðursjávarflota sínum á Atlantshafið, sem er ekki útilokað að hafi gert gæfumuninn fyrir Bandamenn. Þetta hernaðarlega mikilvægi er ekki til staðar nema þegar aðgengi að Atlantshafi er lykilatriði. Það gefur því að skilja að þegar réttlæta á fjáraustur í varnarmál sé nauðsynlegt að gera eins mikið og hægt er úr rússnesku hættunni, þó hún sé ekki rauð lengur. Í átökum milli Rússlands og Bandaríkjanna yrði Ísland mikilvæg vaktstöð, sem landið er ekki í dag. Önnur ríki sem við gætum hugsanlega lokað af Atlantshafinu eru öll NATO meðlimir, og því erfitt að mála þau upp sem ógn. Sú staðreynd að samkvæmt alþjóðalögum hefur Ísland einungis sérréttindi til hagnýtingar 200 mílnanna, og að engin heimild sé til að stöðva siglingar utan þeirra tólf mílna þar sem íslensk lög gilda, er hér til óþurftar. Eða kannski hún sýni hvað alþjóðalög séu ósanngjörn. Við megum ekki banna rússum að sigla til Venesúela.
Og hvað með það?
Rússnesk herskip sigla gegnum íslensku efnahagslögsöguna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnlausar fréttaskýringar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þessi flug sem hafa verið að fara inn/gegnum íslenska flughelgi hafa ekki látið vita af sínum ferðum. þarafleiðandi eru þeir að valda hættu í stjórnuðu loftrými þarsem er oft mikil umferð. Þannig að ég sé fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þessum flugum. Auk þessa eru þetta sprengjuflugvélar, og enginn veit hvað rússinn gerir við þær.
gestur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 18:13
Þetta flug rússneskra stríðsvéla er nú auðvitað ekki nein ógn. Það er löngu vitað að allt er upplýst með gervihnattaflugi og njósnir með flugvélum eru svona ámóta því að senda ríðandi mann til langtíburtistan með kassamyndavél að leita uppi sprengjuodda. Þetta minnir mig helst á hrekkjusvín sem eru að stríða hverjir öðrum með því að segja: "Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn."
Árni Gunnarsson, 22.9.2008 kl. 18:32
Á meðan kalda stríðið stóð sem hæst voru flugvélar af þessu tagi stöðugt í loftinu. Hlutverk þeirra er að vera til viðbragðs ef kemur til beinna átaka, en í því tilviki er þeim beint gegn hernaðarlega mikilvægum skotmörkum utan beinna átakasvæða. Rússarnir lögðu þessi flug af í kringum 1991, og kanarnir hættu að halda vélum sífellt í loftinu. Þeir hafa engu að síður haldið uppi „eftirlitsflugi“ af sama tagi og rússarnir eru nú að gera. Það er því varla hægt að segja að þessi flug séu ófyrirsjáanleg.
Hvað flugumferð varðar er rétt að benda á að almennt flug er, einmitt, stjórnað. Þó að vélarnar komi inn á varnarsvæðið, og jafnvel upp að landsteinum, er alls ekki þar með sagt að þeir séu nálægt flugleiðunum yfir Atlantshafið. Mér þykir það frekar hæpið. Ætli það fengist svar frá Varnarmálastofnun um þetta?
Herbert Snorrason, 22.9.2008 kl. 18:35
Rússland er ekki í sókn á lýðræðissviðinu og heldur ekki í friðseminni, sbr. innrásina í hálfa Georgíu, sem ég hef ekki séð íslenzka vinstrimenn mótmæla, þótt gerð hafi verið í trássi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sem Kremlstjórnin bað, vel að merkja, aldrei leyfis til slíkrar innrásar.
Jón Valur Jensson, 22.9.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.