16.10.2008 | 12:51
Engar Alþingiskosningar!
Nei í því umhverfi sem nú er komið upp er ástæðulaust að boða til kosninga til Alþingis. Ég leyfi mér að segja að frekar sé þörf á því að kalla til kosningar stjórnlagaþings. Íslenska stjórnskipulagið ber verulega ábyrgð á því hvernig komið er í dag, og það myndi hafa hverfandi áhrif að skipa Steingrím eða hans kóna í ráðherraembætti þó það sé örugglega það sem hann er að falast eftir. Til að leysa úr helstu vandamálum samtímans er nauðsynlegt að leita mun dýpra en svo. Heljartök ríkisstjórnarinnar á Alþingi, áhrifaleysi almennings, sívaxandi vandi landsbyggðarinnar allt eru þetta afleiðingar af stjórnskipunarkreppu í þessu landi sem er brýnt að leysa. Alþingi og ríkisstjórnina skortir trúverðugleika, getu og vilja til að losa þann hnút. Stjórnarskráin var samþykkt til bráðabirgða en nú eru liðin 64 ár síðan. Það er löngu orðið sýnt að Alþingi er ófært um að laga stjórnarskrána til, og því er réttast að það verkefni verði falið öðrum.
Væri svo ekki táknrænt að láta nýja stjórnskipan taka gildi þann 17. júní 2011, á tveggja alda ártíð mannsins sem batt endi á fyrsta íslenska stjórnlagaþingið?
Kosningar þegar ró færist yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnlausar fréttaskýringar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.