18.9.2008 | 12:09
Stuðningur við hryðjuverkasamtök?
Listar yfir hryðjuverkasamtök eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Hóparnir tveir sem hér um ræðir eru nokkuð óumdeilanlega ábyrgir fyrir ýmsum hryðjuverkum. Hinsvegar má benda á að helstu andstæðingar þeirra eru ekki síður ábyrgir fyrir hryðjuverkum, en eru mun fátíðari gestir á slíkum listum. FARC sérstaklega hefur fengið á sig slæmt orð upp á síðkastið, og eru sjaldnast titlaðir annað en eiturlyfjasmyglarar eða hryðjuverkamenn. Það voru fangar þeirra sem Kólumbíuher frelsaði með augljósu broti á Genfarsáttmálum, sem er auðvitað réttlætt með því að FARC eigi engin réttindi undir þeim samningum. Vissulega eru FARC ábyrgir fyrir voðaverkum, en á móti ber að líta á þá staðreynd að stjórnarherirnir og dauðasveitirnar sem á móti þeim standa eru í engu skárri. Engu að síður eru þeir hópar verðlaunaðir æ ofan í æ með veglegum stuðningi úr opinberum sjóðum bæði BNA og ESB. Hræsnin hér er ískyggileg; fyrir fáeina smáskildinga sem virðast ekki einu sinni hafa komist til skila eru almennir borgarar fangelsaðir, en fyrir stórtækan fjárstuðning og vopnasölu til andstæðinga þeirra er stjórnmálamönnum og iðnjöfrum hrósað!
Markmiðið með refsingum fyrir stuðning við hryðjuverkasamtök er ekki að hlífa almenningi við hryðjuverkum, hvorki í heimalandi né annars staðar. Markmiðið er að hafa stjórn á því hvaða hryðjuverkasamtök fá fjárstuðning.
Dönsk ungmenni studdu hryðjuverkasamtök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Stjórnlausar fréttaskýringar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr, Herbert.
Kalli Kúla (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.