Hver er ástæðan?

„Hækkandi heimsverð á matvælum“ er frasi sem hefur heyrst oft undanfarið. Á þessu fyrirbæri hafa komið fram tvær skýringar, sem báðar eru trúverðugar. Engu að síður er hægt að telja á fingri annarar handar þá sem dirfast að nefna báðar, því önnur skýringin er afar sár frjálshyggju- og íhaldsstrumpum, en hin veldur grænstrumpum miklum vonbrigðum.

Skýringarnar tvær eru sumsé annars vegar sú að aukin eftirsókn eftir ræktarlandi undir framleiðslu á lífrænu eldsneyti sé sökudólgurinn, skýring sem umhverfisverndarsinnar eiga í erfiðleikum með en olíumógúlar taka fegins hendi. Hin skýringin snýst um hlutverk matvælamarkaða, og gerir ráð fyrir því að braski á þeim sé um að kenna. (Brask er viðskipti sem snúast alfarið um að hagnast á mismuni kaup- og söluverðs, og hækkar þannig eftirspurn fram yfir raunverulega notkun.) Eins og gefur að skilja stendur þetta nokkuð í frjálshyggjustrumpunum (sem er ekki óvanalegt ástand – einhvern veginn urðu þeir bláir) sem eru jafnan fljótir að stökkva til varnar þessu nauðsynlega viðskiptafrelsi.

Hver svo sem ástæðan fyrir hækkandi verði er, þá ætti það ekki að geta valdið raunverulegri hungursneyð. Á heimsvísu er nú framleitt margfalt magn matvæla á við það sem þyrfti til að fæða alla kjafta á þessari kúlu. Af hverju dreifist það ekki betur?


mbl.is Vaxandi hungursneyð vegna hækkandi heimsverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfræðinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvað að athuga við fréttaflutning samtímans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband