Algengt mynstur.

Opinber uppbygging á tæknilegum innviðum sem síðan eru hagnýttir af einkaaðilum sem meira og minna fá þá upp í hendurnar er síður en svo eindæmi hér á Íslandi. (Raunar er einna merkilegast hversu erfiðlega hefur gengið að koma orkumálunum í einkahendur.) Stór hluti af hátækniþróun síðustu áratuga er bein afleiðing af gríðarlegum fjáraustri hins opinbera í verkefni sem hafa litla hagnaðarvon fyrr en að löngum tíma loknum. Hér má sérstaklega benda á tölvutækni og internetið, en öll sú tækni sem gerði einkatölvuna mögulega í kringum 1980 hafði verið þróuð í tengslum við fjárveitingar frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Annar hluti af þessu er að einkaaðilar hafa ítrekað reynst mjög tregir til að byggja upp stoðkerfi, og þar liggur vandinn við orkunetið. Raforka er svipuð og vegakerfið; það þurfa nær allir að nota kerfið, en nánast ógjörningur er að reka það með hagnaði. Lausnin sem hefur fundist í vegakerfinu er að bjóða út framkvæmdir, sem gerir verktökum kleift að skilja sig frá viðhaldi og skipulagningu kerfisins. Í orkugeiranum er hugmyndin að hleypa einkareknum fyrirtækjum til útlanda, þar sem aðrar ríkisstjórnir hafa áhuga á því sem hér hefur verið að gerast, og finna þannig hagnaðinn sem er nauðsynlegur til að einkafyrirtækin þrífist. Þetta er hægt að gera sökum þess að „staðbundnar aðstæður“ í t.d. El Salvador, sem er einn af stöðunum þar sem þessi starfsemi er í gangi, gera það að verkum að ríkisstjórnirnar eru fyllilega fúsar að láta utanaðkomandi aðila hagnast, en frá sjónarmiði erlendu ríkisstjórnanna væri að sjálfsögðu skynsamlegast að ráða sérfræðingana beint til sín, án aðkomu ráðgjafarfyrirtækjanna íslensku. Þetta kallar Geir svo „samvinnu einkaframtaks og hins opinbera.“


mbl.is Opinber yfirráð orkumála ekki æskilegri en einkaframtak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfræðinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvað að athuga við fréttaflutning samtímans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband