Rússarnir koma, rússarnir koma!

Mikið rétt, rússarnir koma. Af nýlegum fréttaskrifum er það helst að ráða að rússarnir hafi notað tækifærið eftir að Bandaríkjamenn yfirgáfu skerið, og beini nú eftirlitsflugi sínu hingað í auknum mæli og að þetta megi túlka sem ögrun við bæði íslensk og bandarísk stjórnvöld.

Ekki er gefið upp hvers konar sprengjuvélar um er að ræða, en líklegast er að hér séu á ferðinni Тúpoljev 95 eða 160 vélar. Tú-160 er sennilega stærsta ógnin, en þeim vélum er ætlað að ráðast gegn hernaðarlega mikilvægum skotmörkum utan vígvalla – og það er ekki ólíklegt að þær séu búnar kjarnorkuvopnum í einhverjum tilvikum. Það er því alls ekki rangt að gefa í skyn að þessi flug rússa séu ógnvekjandi.

Það sem er öllu vafasamara er að setja tíðni þessara fluga í eitthvert samhengi við brotthvarf Bandaríkjahers. Vígvæðing norðursvæðisins snarminnkaði eftir lok kalda stríðsins, en ástæðan fyrir því var sáraeinföld: Í kjölfar „markaðsvæðingar“ Rússlands var ríkið búið að missa því sem næst allar eignir sínar gegn hreinum smáaurum, á sama tíma og veruleg verðbólga geisaði. Rússar höfðu einfaldlega ekki efni á að halda uppi hernaðareftirliti og viðbúnaði með sama sniði og áður. Flug strategískra sprengjuflugvéla var meðal þess sem hætt var við. (Annað fórnarlamb kreppunnar var rússneska geimskutlan Búran, en tæknileg hönnun hennar var að mörgu leiti áhugaverð og stóð þeirri bandarísku að flestu framar.) Eins og þeir sem fylgst hafa með fréttum undanfarin ár ættu að vita, tóku rússar ekki að rétta úr kútnum fyrr en eftir að Pútín tók við forsetastólnum í árslok 1999. Meðal hans fyrstu verka var að koma leifum KGB í gagnið á ný, og reisa innra valdakerfi Rússlands á nýtt. Það var ekki fyrr en það var að mestu komið af stað sem að rússneski herinn sem slíkur – þ.e., þeir hlutar hans sem snúa að augljósum aðgerðum utan landsvæðis Rússlands – fór í andlitslyftingu. Hluti af þeirri andlitslyftingu var nokkur endurnýjun á flugflotanum, þar á meðal á Tú-160. Flugfloti rússanna var ekki kominn í skikkanlegt horf fyrr en í kringum 2005, og opinberlega hófu þeir ekki reglulegt flug fyrr en síðla árs 2007. Það er því ekki undarlegt að rússneskar sprengjuflugvélar hafi farið að láta kræla á sér á ný um svipað leyti og Bandaríkjaher hvarf héðan.

En er það til marks um einhverja sérstaka hættu fyrir Ísland?


mbl.is Rússarnir í 35 sjómílna fjarlægð frá landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfræðinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvað að athuga við fréttaflutning samtímans.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband