Valdhroki ríkisstjórna

Nú sést greinilega hversu ómerkilegur pappír stjórnarskráin og önnur stjórnskipunarlög eru. Ráðherrar líta svo á að það sé þeirra að taka ákvörðun um geysistórt lán. Það er einfaldlega ekki svo. Fjárveitingarheimildir eru á höndum þingsins, og slíkar ákvarðanir á að taka á fundum Alþingis, í heyranda hljóði, en ekki að baki luktum dyrum Ráðherrabústaðar. Sú verður þó raunin þegar demókratískur sentralismi Sjálfstæðisflokksins – þess flokks, sem lengst hefur haldið uppi flokksskipulagshefðum Leníns hér á landi – verður ofan á. Samfylkingin gerir allt til að vera 'memm'.

Verst af öllu er svo það, að hinir flokkarnir yrðu litlu skárri. Þessi sjúkleiki er kerfisbundinn í íslenska stjórnkerfinu, sem er þannig úr garði gert að framkvæmdavaldið er allsráðandi. Þessu verður að breyta. Staðreyndin er sú að stjórnarskráin sem við búum við var samþykkt til bráðabirgða, og fól í sér lágmarksbreytingar frá stjórnskipan Konungsríkisins Íslands. Sú stjórnskipan var þá þegar orðin að mestu úrelt, og síðari breytingar hafa gert hana enn óheppilegri en var. Engu að síður hefur Alþingi verið algjörlega ófært um að færa meginþætti íslenskrar stjórnskipunar til almennilegs horfs. Það er kominn tími til að fá öðrum þetta verkefni í hendur. Ég legg til að kallað verði sérstakt stjórnlagaþing, við fyrsta tækifæri. Því verði ætlað að hamra saman ný stjórnskipunarlög fyrir Lýðveldið Ísland, sem skyldu taka gildi þann 17. júní 2011, á tveggja alda ártíð mannsins sem mest bar á í eina skiptið sem boðað hefur verið til stjórnlagaþings hér á landi. Núverandi stjórnskipan hefur sýnt það að hún er ekki traustsins verð.


mbl.is Engin óaðgengileg skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfræðinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvað að athuga við fréttaflutning samtímans.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband