Ráð um öryggi ríkisins

Á sama tíma og rússagrýlan er dregin upp úr skúffunni fer Björn Bjarnason offari í öryggismálaflandri sínu. Innanríkisráðherra Íslands fer nú þegar fyrir öllum vopnuðum sveitum landsins utan friðargæslunnar, og hyggst því til viðbótar koma á fót eftirlits- og njósnastofnun. Greiningardeild hljómar vissulega ágætlega, en við skulum athuga að „Fréttaþjónusta sambandsins“ í Þýskalandi er ekkert annað en leyniþjónusta. Hún aflar frétta með ýmsum hætti, og það má telja líklegt að íslenska greiningardeildin hafi nú þegar einhverjar leiðir til að afla hráefnis til greiningar, sem fela fleira í sér en að lesa blöðin. Og ennfremur á sama tíma láta áberandi aðilar innan lögreglunnar hafa það eftir sér að miðstýringartilhneiging Ríkislögreglustjóra sé óþægileg – og er sparkað fjórum dögum síðar.

Ég held svei mér þá að Björn Bjarnason ætti að vera farinn að átta sig á því að hann getur ekkert gert án þess að hleypa öllu í háaloft.


mbl.is Drög um öryggis- og greiningarþjónustu kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stofnunin myndi hafa forvirkar rannsóknarheimildir, þ.e. hún gæti hafið rannsókn áður en brot yrðu framin með það að markmiði að koma í veg fyrir afbrot. Þessar rannsóknir myndu beinast að atferli sem væri talið ógna almenningi, öryggi ríkisins og sjálfstæði þess. Atferlið sem slíkt þyrfti hins vegar ekki að vera refsivert í sjálfu sér. "Þetta væru víðtækari heimildir en lögreglan hefur nú, því að lögreglurannsóknir beinast að brotum sem hafa þegar verið framin.

Þetta myndi gera íslenskum yfirvöldum kleift að eiga samskipti við erlend yfirvöld og stofnanir sem sinna sambærilegum rannsóknum í öðrum ríkjum. Þetta myndi beinast gegn skipulagðri glæpastarfsemi eða hugsanlegum hryðuverkamönnum, sem hefðu annað hvort það að markmiði að fremja hryðjuverk hér á landi eða skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum. "

Svo er nóg að skilgreina gagnrýni á dómsmálaráðherra sem ógn á móti öryggi landsins, þ.e.a.s. atferli sem ekki er brot á lýðræðisreglum, til að verða skilgreindur sem hryðjuverkamaður?

jbeinarsson@gmail.com (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stjórnlausar fréttaskýringar

Höfundur

Herbert Snorrason
Herbert Snorrason
Sagnfræðinemi og stjórnleysingi sem hefur sitthvað að athuga við fréttaflutning samtímans.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband